Fallegt chronograph úr með svartri skífu, 100 metra vatnsvörn, og þykku og sterku gleri.
Efni úrkassa: Stál, dökk grátt pvd og náttúrulegar trefjar (e. Matt grey tortoise shell acetate)
Ól: 20mm nato ól
Gler: Hert mineral gler (3.3mm þykkt)
Stærð úrkassa: Um 44mm
Þykkt úrkassa: Um 13.35mm
Vatnsvörn: 10ATM (100 metrar)
Úrverk: Rafhlaða (Miyota OS21)
Annað: Lume í vísum og klukkustundamerkjum sem getur lýst í myrkri
Ábyrgð: 2 ár
Askja: Merkt Briston
Briston er franskt úramerki og má rekja sögu Briston til ársins 2012 þegar Brice Jaunet nýtti margra ára reynslu sína og innsæi í úrabransanum til að hefja að framleiða eigin úr. Hann lagði upp með að leggja áherslu á góð gæði, góð verð og frumlegt og framandi útlit. Stofnandi Briston, Brice Jaunet hefur eins og fyrr segir gífurlega mikla reynslu í úrabransanum og hefur í gegnum tíðina unnið fyrir merki eins og Cartier, Baume & Mercier, Raymond Weil og Zenith. Briston notast oftast við náttúrulegar trefjar (e. acetate) í úrunum sínum sem er efni unnið úr plöntum sem er svo náttúrulega þurrkað í 2-3 ár og síðan skorið í smærri einingar. Þessu er síðan blandað saman í fallegri litaflóru og brætt í sitt einstaka útlit. Þessar náttúrulegu trefjar (e. acetate) hafa ekki nein skaðleg áhrif á húð manna og eru því oft notaðar til dæmis í gleraugu. Efnið er sterkt og endingargott og er hægt að pússa upp komi rispur í það.